top of page

ASkja

Yfirlit

Askja er hönnuð af ástríðu, smíðuð af vandvirkni og íslensk náttúra er höfð að leiðarljósi.


Einstakir íslenskir hátalarar!

Hefur þú óskir og væntingar í tónlist?
Ef þig langar í frábæran hljóm með öllum þeim tengimöguleikum sem almennt tíðkast, gætir þú líklega látið óskir þínar rætast og uppfyllt væntingarnar.

 

Hefur þú einhvern tíma viljað upplifa tónlist eins og hún „ætti“ að hljóma, vilt njóta hljómsins líkt og aldrei fyrr? Svarið er mögulega fólgið í Öskju. Sérstök hönnun á allan hátt.

 

Askja býður upp á ótrúlega hljóðmynd sem gerir þér kleyft að nálgast hljóm á allt annan máta en þú ert vanur. Vertu hluti af tónlistinni og upplifðu þig sem meðlim hljómsveitarinnar.

 

Kristaltær hátíðni, þéttur bassi og ógrynni af tengimöguleikum ættu ekki að skilja nokkurn eftir ósáttan í þessum verðflokki.

Þráðlausir hátalarar gera daglega hlustun auðvelda og unaðslega með bluetooth og wifi möguleikum. Þeir eru líka með fjarstýringu sem gerir þér kleyft að stýra öllu hljóði hátalaranna frá sófanum þínum auðveldlega og einfaldlega

 

Allir hátalarnir okkar eru handsmíðaðir til fullkomnunar á Skagaströnd.

Íslensk hönnun og hugvit!

Eiginleikar

Eiginleikar Öskju eru ekki aðeins þéttur bassi og kristaltær hátíðni.

Askja býður einnig uppá margskonar leiðir fyrir þig til að tengja hátalarana við daglegt líf.

Bluetooth 4.0 aptx, Wifi 2.4 ghz, Optical RCA, Mini Jack, Subwoofer Out 

Með Öskju kemur fjarstýring sem gerir þér kleyft að nýta alla eiginleika og tengimöguleika hátalaranna frá þægindum hlustunarsvæðisins þíns.

 

Einnig er „auto off“ eiginleiki á magnara hátalarans sem slekkur á hátölurunum sjálfkrafa ef þeir eru ekki í notkun í 15 mínutur sem sparar þér fé og gerir þá umhverfisvænni en ella.

Hönnun

Hönnunin og hugmyndin að baki fjallslegt form Öskjunnar er ekki bara fallegt box heldur líka og ekki síður hljómurinn.

Askjan er hönnuð með það í huga að það eru engar andstæðar hliðar sem gera bassann eða miðtíðnisviðið aftkastameira eða minna.

Allt fær að njóta sín og skilar hljómnum áreynslulaust.

 

Boxið er gert með því að raða saman mörgum lögum af MDF plötum, sem gefur okkur ekki bara meiri stjórn yfir hljómnum í því,  heldur gerir það boxið sterkara og þéttbyggðara.

 

Ull? Já það er ull af íslensku fé í öllum hátölurunum okkar. Við erum einir af fáum hátalarasmiðum sem nota íslenska ull í smíði hátalara, en að okkar áliti er hún betri og „nátturulegri“ kostur til að minnka óæskilegar stöðubylgjur og stýra hljóðinu miklu betur.

 

Með hraunkennda áferð er Askja sérstök í útliti, við hönnun og smíði.

Tæknilegir eiginleikar

1x 153mm Bassakeila

1x 25mm Hátíðnikeila

 

Tíðnisvörun :     +-3db  45Hz-20kHz

Afl : 60w

Segulvarinn: Nei

Stærð mm : B/H/D    200/315/175        

Þyngd NET:                     

Fjarstýring eiginleikar;

ON/OFF

Mute

Next song(only on bluetooth)

Last song(only on bluetooth)

Play/Pause(only on bluetooth)

Channel switch;

Bluetooth

Aux1

Aux2

Opt

WiFi

  • Smooth, extended response

  • Treated silk dome

  • Damped rear chamber lowers resonance

  • Ferrofluid cooled voice coil

1" Hátíðnikeila

6" Bassakeila

  • Flat woven glass-fiber/honeycomb aluminum composite cone

  • Dual sandwiched spiders and S-shaped surround enhance linear travel capability

  • Large 1-1/4" 4-layer voice coil and optimized T-pole gap geometry

Einbúastígur1

545 Skagaströnd

Iceland

Info@dimensionofsound.is

Success! Message received.

bottom of page