


Yfirlit
Ein af okkar fyrstu og skemmtilegustu hönnun fyrir svonefndan Hi-Fi markað .
Nú með nýju nafni stendur Sigyn út sem hátalari með óviðjafnalega tæran hljómburð og þéttan bassa sem fæst á verði
sem allir ættu að hafa efni á.
Fullkominn byrjunarstaður að öllum líkindum fyrir þá sem hafa áhuga á hljómi og hljómgæðum, fyrir
bæði langt sem stutt komna. Allir ættu að finna eitthvað fyrir sig með Sigyn.
Allir hátalarnir okkar eru handsmíðaðir til fullkomnunar á Skagaströnd Íslandi.
Hönnun
Boxið er sett saman með þéttbyggðum mdf plötum með þremur innbyggðum hólfum sem stuðla að hljómstillingu hátalarans , loftgatið snýr niðurávið sem lengst frá keilunum til að þú getir stillt
hátölurunum sem næst vegg eða öðrum munum án þess að hafa áhrif á bassatíðnirnar.
Ull? Já, það er ull af íslensku fé í öllum hátölurunum okkar, en við erum einir af fáum hátalarasmiðum sem nota hana við smíði þeirra.
Að okkar áliti er hún betri og nátturulegri kostur til að minnka
stöðubylgjur og stýra hljóði almennt.
Eiginleikar Sigyn inniheldur einstakan „crossover“ (hljóðstýring) okkar sem gerir okkur kleyft að minnka íhluti sem þarf í hátalarann og dregur þá þar af leiðandi úr kostnaði fyrir þig notandann, en ekki halda að það komi niður á gæðum hátalarans.
Ef það er eitthvað sem Dimension of Sound hönnun og handverk endurspeglar og stærir sig af, þá eru það gæði.
Eiginleikar
Tæknilegar upplýsingar
"Passive útgáfa"
1x 203mm Bassakeila
1x 25mm Hátíðnikeila
Tíðnisvörun : +-3db 45Hz-20kHz
Afl : 80w
Afl hámark: 160w
Segulvarinn: Nei
Stærð mm : B/H/D 230/390/232
Þyngd NET par: 15kg
Sigyn


