“Nicely balanced high end not too loud not overly flattering which allows enhancement without making mixes too harsh.
Detailed immediate mid range allowing insight into guitar, vocal and saw tooth synth content
Ample representation of low end, in particular traditional bass guitar frequencies 100-150Hz
(Many modern crossovers scoop this range in favour of a more defined electronic low end which can mess up low end referencing)”
Rob Magoolagan
Head of School of Sound and Music Production - Futureworks
“These are good studio monitors with great bass frequency extension which is essential for checking what lies beneath. Also, with their compact design the stereo imaging is really precise and makes this pair an enjoyable experience”
Grant Berry - Studio Technician






TÝR
Mögnuð útgáfa.
One 203mm Bass Frequency Driver
One 25mm High Frequency Driver
OEM Solution Powersoft amp with 4 built in presets.
Preset 1: Flat
Preset 2: Low shelve, -3db at 250hz
Preset 3: Low shelve +3db at 250hz
Preset 4: High shelve -3db at 4.5khz
Frequency Response : +-3db- 40hz-20khz
Magnetic Shielding: NO
Size mm : W/H/D 230, 390, 232
Weight Net pair : 18.8kg
AC Main Power
Power supply
Universal, regulated switch mode with PFC (Power Factor Correction)
Nominal power requirement
100-240 V %, 50-60 Hz
Operating voltage
90 V - 264 V
Tæknilegar upplýsingar
Eiginleikar
Týr er með innbyggðan magnari með 4 forstillingum sem við vörðum ógrynni af tíma í að fínstalla til
fullkomnunar, m.a. til að ná sem áreynslulausastri frammistöðu, ótrúlegri nákvæmni og bassa eiginleikum sem sýna allt sem þú þarft að sjá í mixinu.
Forstillingarnar 4 innihalda svo smávægis breytingar til að takast á við mismunandi hljómburð milli herbergja.
Innbyggði magnarinn kemur með sjálfkrafa slökkvitækni sem slekkur á magnaranum þegar hann er ekki búinn að vera í notkun í vissan tíma og kveikir svo aftur á sér um leið og hljóð kemur í gegnum hátalarana aftur.
Týr parið virkar sem „master/slave“ samsetning, þar sem „slave“-inn er í rauninni venjulegur
„passívur“ hátalari. Þegar hann tengist við „master“-inn með s.n. „speakON“ snúru tekur hann við stjórninni og gerir parið þannig að aktívu pari hátalara.
Boxið er sett saman eins og Sigyn hátalarinn. Þéttbyggðar mdf plötur eru notaðar við smíðina.
Einnig eru í því þrjú innbyggð hólf sem stuðla að hljómstillingu hátalarans, ásamt loftgati sem snýr niðurávið og sem lengst frá keilunum, til að geta haft hátalarana sem næst vegg eða öðrum hlutum án þess að
hafi marktæk áhrif á bassatíðnirnar.
Ull? Já, það er ull af íslensku fé í öllum hátölurunum okkar en við erum einir af fáum hátalarasmiðum
sem nota hana í smíði hátalara. Að okkar áliti er hún betri og nátturulegri kostur til að minnka
stöðubylgjur og stýra hljóðinu almennt.
Hönnun
Eftir langa og mikla þróunarvinnu komumst við að þeirri niðurstöðu sem við gætum ekki veriðstoltari af. Hinn ofurnákvæmi og fallega hljómandi stúdio hátalari, sem fékk nafnið Týr.
Við vildum hanna og smíða hátalara sem allir eigendur hljóðvera myndu vera stoltir af að hafa í sínum hljóðverum, hvort sem þeir eru hoknir af reynslu eða nýbyrjaðir.
Markmið okkar var að geta boðið Týr hljóminn með afar hagstæðu og í raun frábæru verði. Við trúum því að okkur hafi tekist þetta allt.
Með ótrúlega hljóðmynd sem leyfir þér að hnitmiða hljóð og hljóðfæri í mixinu milli hátalaranna með hárfínni nákvæmni ættir þú að geta tekið eftir öllum minnstu smáatriðum sem hugsanlega hrjá mixið þitt.
Hljóðmyndin, kröftugur þéttur bassinn sem og nákvæmni hátalarans, stuðlar að óaðfinnanlegri hlustunarreynslu sem allir ættu að njóta.
Allir hátalarnir okkar eru handsmíðaðir til fullkomnunar á Skagaströnd , Íslandi.